Karellen
news

Fjör á útisvæðinu

20. 10. 2022


Eins og flestir hafa tekið eftir hefur mikið staðið til á skólalóðinni okkar núna í haust. Einn góðan morgun í september byrjun mættu hér vaskir menn og fóru að gera og græja á útisvæðinu okkar á milli Mýri og Hliðar. Það hefur verið mjög spennandi að fylgjast með framkvæmdunum út um gluggann.

Í byrjun október fengum við svo nýja útisvæðið formlega afhent og börnin voru nú heldur betur glöð að geta loksins farið út að leika á þessu flotta og litríka svæði. Það mætti svolítið líka viðbrögðum barnanna við að hleypa kúnum út á vorin slík voru fagnaðarlætin.

Um leið og svæðið var tilbúið hjá Mýri og Hliði hófst svo vinna við útisvæðið á milli Seylu og Traðar sem gengur mjög vel og vonumst við til að það verði tilbúið sem fyrst.

© 2016 - 2022 Karellen