Karellen
news

Framkvæmdir á útisvæði

14. 09. 2022

Eins og flestir hafa tekið eftir er mikið um að vera í leikskólagarðinum á Holtakoti þessa dagana. Framkvæmdir hófust á útisvæðinu fyrir um tveimur vikum síðan og miðar vel áfram. Verið er að taka í gegn útisvæðið sem yngstu börnin okkar nota hvað mest og koma fyrir rólum á stóra svæðinu fyrir aftan leikskólann. Börnin hafa fylgst spennt með aðgerðum iðnaðarmannanna og öllum þeim tækjum og tólum sem þeim fylgja. Búið er að taka öll leiktæki á svæðinu fyrir framan Mýri í burtu sem voru fyrir og byrjað er að koma fyrir þeim nýju leiktækjum sem koma til með að vera á svæðinu. Þetta er allt mjög spennandi, og varla hægt að meta það hvort það eru börnin eða starfsfólkið sem er spenntari fyrir þessum breytingum.

Nú í vikunni fengu börnin að prufukeyra nýju rólurnar sem eru komnar á nýjan stað og það vakti sko heldur betur lukku. Þetta gengur ótrúlega hratt og vel fyrir sig og við bíðum spennt eftir að geta notað þetta flotta útisvæði þegar það er tilbúið.

© 2016 - 2022 Karellen