Karellen
news

Gleðilegt ár 2023!

05. 01. 2023

Kæru foreldrar og aðrir aðstandendum.

Við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir árið sem er liðið og hlökkum til samstarfsins á komandi ári.

Í næstu viku fer daglegt starf að hefjast aftur eftir góða pásu í desembermánuði. Við ætlum að hefja leikinn með náttfata og vasaljósadegi á þrettándanum, síðasta degi þessara jóla. Börnin og starfsfólkið ætlar að hittast í sal leikskólans í söngstund og syngja jólin í burtu áður en jólaskrautið verður tekið niður á leikskólanum.

Í næstu viku byrjar svo aftur vinna með Lubba og málhljóðin, Blæ bangsa og vináttuna, Leikur að læra og Uppeldi til ábyrgðar ásamt öllu hinu sem við gerum dags daglega eins og útivera, frjálsi leikurinn og vinna í listakrók þar sem við ætlum að byrja að undirbúa þorrann sem er á næsta leiti.

Við vonum að þið hafið notið góðrar samveru um jólin og áramótin.

Nýárskveðja starfsfólk Holtakots.

© 2016 - 2024 Karellen