Karellen
news

Heimsókn á bókasafnið

06. 11. 2023

Í síðustu viku fóru nokkur af yngstu börnunum á Hliði og eldri börnin á Tröð í heimsókn á bókasafnið í Álftanesskóla þar sem að var vel tekið á móti þeim.

Á næstunni ætlum við að vera dugleg að heimsækja bókasafnið enda er fátt skemmtilegra en að fá að setjast niður í rólegheitum og fá að skoða hin ýmsu ævintýri.

Börnin voru alsæl með heimsóknina og stóðu sig afskaplega vel eins og alltaf þegar farið er í vettvangsferðir. Við hlökkum til næstu heimsóknar á safnið.

© 2016 - 2023 Karellen