Föstudaginn 18. ágúst var hjóladagur á Holtakoti, en þá mættu börnin með tvíhjól, þríhjól, jafnvægishjól, hlaupahjól og (þau yngstu) sparkbíla og hjálm á höfði, í leikskólann sem þau fengu að leika með í útiveru.
Fyrir hádegi var bílastæðinu fyrir framan leikskólann lokað til þess að börnin á Hliði fengju meira rými til þess að hjóla á stærra svæði.
Börnin á Tröð höfðu svæðið á milli Seylu og Traðar útaf fyrir sig og yngstu börnin á Seylu og Mýri nýttu útisvæðið fyrir framan Mýri.