Karellen
news

Hlið fór á ylströndina í Garðabæ

01. 07. 2022

Það voru ofur spenntir krakkar á Hliði sem fóru í strætó alla leið á ylströndina í Sjálandinu í Garðabæ.

Forvitnir krakkar hlupu um og nutu þess að fá að dýfa tánum í sjóinn. Veðrið var einstaklega gott og sjórinn heillaði upp úr skónum. Sumir fóru í forvitnisleiðangur og fundu allskonar dýr í fjöruborðinu.

Auðvitað urðu allir þyrstir og svangir svo safi og kleinur var nestið á börnin sem voru al-sæl með það. Haldið var svo áfram að sulla og drullumalla þar til þau urðu að snúa til baka í hádegismat á leikskólanum.

Brosandi og kát fóru allir til baka, sáttir við þennan frábæra morgun.


© 2016 - 2022 Karellen