Karellen
news

Holtakot 16 ára

29. 04. 2022

Þann 28. apríl árið 2006 var Heilsuleikskólinn Holtakot opnaður, og er því orðinn 16 ára gamall. Í tilefni dagsins var blásið til veislu og börnin og starfsfólkið gerðu sér glaðan dag.

Starfsfólkið ákvað sín á milli að hafa kjóla og varalitadag í tilefni dagsins og mætti í sínu fínasta pússi. Foreldrafélagið bauð börnunum upp á hoppukastala sem voru staðsettir á sitthvorum staðnum í leikskólagarðinum. Eldri börnin á Hliði og Tröð fengu stóran og flottan kastala útaf fyrir sig og litlu krílin á Mýri og Seylu fengu annan aðeins minni. En þegar litlu börnin fóru að hvíla sig fengu þau eldri afnot af báðum köstulunum.

Þetta var sannkallaður veisludagur, en í hádeginu var boðið upp á hamborgara með ab-kokteilsósu, grænmeti og heimagerðum kartöflubátum.

Í kaffitímanum fengu svo allir nýbakaða skúffuköku, ískalda mjólk og eplabita.

© 2016 - 2022 Karellen