Þriðjudaginn 31. október var Hrekkjavakan haldin hátíðleg víðsvegar um heiminn, og á Holtakoti var að sjálfsögðu hrekkjavökufjör þennan dag.
Börnin voru búin að voru búin að undirbúa fyrir daginn með því að útbúa allskonar skemmtilegt föndur sem var hengt upp um alla veggi á deildum og í fataklefum skólans.
Svo var búið að skreyta með allskyns hræðilegu skrauti bæði á deildum, fataklefum og í salnum okkar fyrir daginn.
Í leikskólann mættu svo hinar ýmsu furðuverur á hrekkjavökudaginn, en m.a. voru prinsessur og ofurhetjur, ævintýraverur, löggur og lítil börn og starfsfólkið dressaði sig líka upp og tóku fullan þátt í gleðinni með börnunum.
Eftir ávaxtastund hittust svo eldri börnin í salnum og yngstu börnin inni á Mýri þar sem skellt var í smá hrekkjavöku-dansleik og stuð fram að hádegismat.