Karellen
news

Jólaferð á Hliði

20. 12. 2021

Elstu börnin á Hliði skelltu sér í smá aðventuferð með strætó í morgun, mánudaginn 20. desember. Þau fóru inn í Hafnarfjörðinn og skoðuðu allar fallegu skreytingarnar í jólaþorpinu og að sjálfsögðu var tekin mynd af þeim fyrir framan jólatréð.

Frá jólaþorpinu var svo rölt upp í Hellisgerði til að skoða ljósadýrðina þar sem vakti mikla lukku og gleði hjá öllum ferðalöngunum og allir fengu heldur betur jól í augu og hjörtu. Áður en haldið var aftur heim á leið fengu allir heitt súkkulaði, hafrakex og mandarínur. Börnin stóðu sig að sjálfsögðu svakalega vel í ferðinni eins og vanalega enda eru þau orðin ansi ferðavön eftir allar strætóferðirnar í gegnum tíðina.

© 2016 - 2024 Karellen