Karellen
news

Jólaleikrit 16. og 17. desember

20. 12. 2021

Í vikunni sem leið fengum við að sjá, ekki eina, heldur tvær leiksýningar sem var heldur betur skemmtilegt.

Fimmtudaginn 16. Desember fengum við þá félaga Gunna og Felix í heimsókn til okkar í boði menningarfulltrúa Garðabæjar. Þeir félagar spjölluðu og sprelluðu með börnunum og vöktu heldur betur mikla lukku meðal barnanna.

Föstudaginn 17. Desember fengum við svo til okkar leikhópinn Vinir í boði foreldrafélagsins. Þeir Ingi Hrafn og Jóel Ingi leikararnir voru með sýninguna, Strákurinn sem týndi jólunum. Leikritið var bráðfyndið og skemmtilegt bæði fyrir börnin og fullorðna fólkið.

© 2016 - 2022 Karellen