Karellen
news

Kveðja frá skólahóps börnum og foreldrum

26. 05. 2023

Börnin okkar í elsta árganginum, og foreldrar þeirra komu starfsfólkinu heldur betur á óvart í morgun með svakalega flottu hlaðborði með hinum ýmsu kræsingum. Allt fólkið okkar gat fundið eitthvað við sitt hæfi en þarna mátti sjá heimabökuð skinkuhorn, krúttlegar muffins kökur, osta og kex og margt fleira girnilegt og gott. Með öllum bakkelsisbökkunum fylgdi falleg mynd eða kort með dásamlega fallegum orðum sem ylja um hjartarætur.

Takk elsku foreldrar og börn í skólahóp fyrir frábærar veitingar og falleg orð í okkar garð þetta gladdi svo sannarlega mannskapinn í dag og allir fara saddir og sælir inn í helgina.

© 2016 - 2023 Karellen