Karellen
news

Kveikt á jólatrénu á Garðatorgi

25. 11. 2022


Eftir hádegismatinn í dag, föstudaginn 25. nóvember, fóru elstu börnin okkar á Hliði í rútuferð inn í Garðabæ. Verið var að kveikja á jólatrénu á Garðatorgi og var leikskólabörnum í Garðabæ boðið að koma og vera viðstödd þegar kveikt var á trénu.

Bæjarstjórinn sá um að kveikja á jólatrénu með aðstoð nokkurra kátra karla sem kalla sig jólasveina. Þeir sungu og spiluðu á gítar með börnunum og að lokum fengu allir mandarínu áður en haldið var aftur heim á leið í leikskólann.

© 2016 - 2024 Karellen