Karellen
news

Mömmu og ömmu kaffi

20. 02. 2023

Mánudaginn 20. febrúar buðu börnin mæðrum sínum og ömmum í morgunkaffi á bolludaginn í tilefni af konudeginum sem var sunnudaginn 19. febrúar.

Boðið var upp á rjómabollur, ostasalat, eggjasalat og kaffisopa ásamt hinum hefðbundna morgunmat, hafragraut, morgunkorn og lýsi fyrir börnin.

Mætingin var frábær á öllum deildum og börnin voru heldur betur glöð með að fá mömmu og ömmu í heimsókn í leikskólann sinn í morgunsárið.

Í hádeginu var svo boðið upp á fiskibollur með karrýsósu og kartöflum og í nónhressingu fengu svo allir að sjálfsögðu bollur með rjóma, sultu og súkkulaði og melónur í eftirrétt.

Við þökkum öllum gestunum kærlega fyrir heimsóknina í morgun og óskum öllum konum landsins innilega til hamingju með gærdaginn.

© 2016 - 2024 Karellen