Mottumars dagurinn var föstudaginn 11. mars 2022, en mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum.
Starfsfólkið á Holtakoti ákvað að taka sig saman og gera sér glaðan dag, klæða sig upp á föstudegi. Skyrta og bindi var dresskóði dagsins og sumir mættu líka í mottumars-sokkum og styrkja þannig krabbameinsfélagið í leiðinni.
Starfsfólkið sló svo saman í sameginlegt kaffiborð þar sem boðið var upp á hinar ýmsu kræsingar og búið var að skreyta kaffistofuna með myndum af frægum körlum, eins og leikurum, uppfinningamönnum og fleira, með flottar mottur.