Karellen
news

Náttfata- og vasaljósadagur

08. 01. 2024

Janúar er mættur með sína dimmu daga og þá er nú um að gera að lýsa upp daginn og gera sér glaðan dag. Föstudaginn 5. janúar var náttfata- og vasaljósadagur á Holtakoti. Þá mættu allir galvaskir í náttfötum í leikskólann með fínu vasaljósin sem börnin fengu í pakkanum frá jólasveinunum á jólaballi leikskólans í desember. Það var mikið fjör að fá að leika í myrkrinu með ljósin í kósýheitum á náttfötum.

© 2016 - 2024 Karellen