Karellen
news

Nýtt útisvæði

26. 10. 2023

Það var nú helur betur gleði sem skein úr augum barnanna þegar þau mætti í leikskólann, miðvikudaginn 25. október þegar þau áttuðu sig á því að búið væri að opna nýja leiksvæðið fyrir aftan leikskólann sem búið er verið að vinna í frá því í september.

Nú erum við komin með ennþá skemmtilegra svæði en áður sem hægt er að hlaupa um á og leika sér. Börnin nutu útiverunnar í botn við að hlaupa um og prufa allt það sem er nýtt og spennandi.

Það verður enn meira fjör að fara í fótbolta í útiveru með þennan flotta fótboltavöll sem við fengum upp.

Og nýji kastalinn vakti líka mjög mikla lukku hjá öllum börnunum. Ekki var verra að geta boðið krökkunum í fyrsta bekk úr Álftanesskóla að taka þátt í gleðinni með leikskólabörnunum þegar þau komu í heimsókn í útiveru.

© 2016 - 2023 Karellen