Karellen
news

Október á Holtakoti

04. 11. 2022

Október mánuður liðinn og margt búið að gerast á Holtakoti þennan mánuðinn.

Október er mánuður bleiku slaufunnar og föstudaginn 14. október var bleiki dagurinn haldinn hátíðlega um land allt þar sem fólk var hvatt til þess að hafa bleikann lit í fyrirrúmi. Börn og starfsfólk Holtakots tóku auðvitað þátt í deginum og dressaði sig upp í bleikt. Starfsfólkið tók sig saman, og hentu í bleikt skraut og veitingar á kaffistofunni.

Í hádegismat var boðið upp á bleikt skyr með jarðaberjum og rjóma og nýbakað brauð með bleikum sesamfræjum ofan á.

Mánudaginn 24. október var síðasti danstími vetrarins. Á Tröð, Mýri og Seylu var danstíminn tekinn upp á myndband sem verður svo sýnt á opnu húsi 24. nóvember. En börnin á Hliði buðu foreldrum sínum í heimsókn og héldu smá sýningu fyrir þau.

Í lok danssýningarinnar buðu börnin svo foreldrum sínum upp í dans.

Þann 27. október var alþjóðlegi bangsadagurinn börnin héldu upp á daginn með því að mæta í náttfötum í leikskólann með uppáhaldsbangsann sinn.

Í kaffitímanum fengu börnin nýbakað bangsabrauð með smjöri og osti sem þeim þótti mjög spennandi.

Mánudaginn 31. október mættu í leikskólann hinar ýmsu furðuverur, prinsessur, ljón, beinagrindur og nornir og margt fleira. Tilefnið var Hrekkjavakan. Börnin voru búin að vera að undirbúa hrekkjavökuna með ýmsu skemmtilegu skrauti sem var hengt upp á veggi deildarinnar.

Það var mikið fjör í salnum þegar allir hittust í hrekkjavökupartýi og dönsuðu frá sér allt vit.

© 2016 - 2022 Karellen