Karellen
news

Opið hús og Birgitta Haukdal í heimsókn

25. 11. 2022


Fimmtudaginn 24. nóvember var opið hús og rauður dagur á Holtakoti í tilefna af fyrsta sunnudegi í aðventu. Þá var foreldrum og öðrum aðstandendum barnanna boðið í heimsókn í leikskólann. Leikskólinn okkar var kominn í jólabúninginn, búið að hengja upp séríur og jólaskreyta upp um alla veggi og elstu börnin okkar á Hliði sýndu gestunum Helgileikinn og stóðu sig svakalega vel.

Gestum og gangandi var boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma, kaffisopa, smákökur og heimabakað döðlubrauð með smjöri og osti.

Þegar foreldrar og ömmur og afar voru farin í vinnuna/heim fengum við hana Birgittu Haukdal og vin hennar hann Ljónsa í heimsókn til okkar í boði foreldrafélagsins. Birgitta las fyrir okkur bókina Lára fer í útilegu og söng nokkur lög með okkur.

Börnin nutu þess að hlusta á hana lesa og sungu með henni nokkur lög, þess má geta að allir voru svakalega duglegir að sitja kyrr og hlusta þrátt fyrir ungan aldur.

Áður en Birgitta fór þá gaf hún öllum börnunum fallegan Láru og Ljónsa sundpoka og svo gaf hún leikskólanum bókina Hrekkjavaka með Láru. Við þökkum Birgittu kærlega fyrir komuna og þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir að bjóða okkur upp á þessa góðu stund.

© 2016 - 2023 Karellen