Karellen
news

Opið hús og rauður dagur

04. 12. 2023

Fimmtudaginn 30. nóvember var opið hús á Holtakoti. Foreldrum, systkinum, ömmum og öfum var boðið í morgunkaffi í tilefni af fyrsta sunnudegi í aðventu. Gaman var að sjá hversu margir gáfu sér tíma til að koma í heimsókn til okkar og mjög margir klæddu bæði sig og börnin í eitthvað rautt eða jólalegt.

Starfsfólkið hafði kvöldið áður komið saman til þess að setja leikskólann í jólabúninginn með jólaljósum og jólaskrauti upp um alla veggi ásamt jólaskrauti sem börnin höfðu unnið hörðum höndum við að útbúa fyrir þennan dag.

Boðið var upp á heimabakaðar smákökur, heimabakað kryddbrauð, heitt súkkulaði með rjóma og kaffisopa ásamt hinum hefðbundna morgunmat. Elstu börnin á Hliði höfðu verið að æfa sig að syngja nokkur jólalög sem þau sungu svo í salnum fyrir gestina.

© 2016 - 2024 Karellen