Karellen
news

Öskudagur á Holtakoti

22. 02. 2023

Furðuverur, ofurhetjur, prinsessur, risaeðlur, mörgæsir og náttfatakrútt mættu ofurspennt í leikskólann í morgun enda Öskudagur mættur í öllu sínu veldi.

Það var mikil spenna í barnahópnum enda eflaust margir búnir að bíða spenntir eftir því að geta mætt í búning í leikskólann.

Börnin á Mýri og Seylu hittust eftir ávaxtastund inni á Mýri til þess að slá köttinn úr tunnunni, dansa og hafa gaman.

Börnin á Hliði og Tröð hittust á sama tíma í salnum og slógu köttinn úr tunnunni og slógu svo upp balli í kjölfarið. Kötturinn í tunnunum var að vanda rúsínupakki á mann.

Í hádeginu var boðið upp á regnbogaskyr og flatkökur með hangikjöti og í kaffinu var boðið upp á grænar nornabollur með smjöri og osti.

© 2016 - 2024 Karellen