Karellen
news

Pabba og afa kaffi á bóndadaginn

26. 01. 2024

Föstudaginn 26. janúar, Bóndadaginn var öllum feðrum og öfum boðið í bóndadagskaffi eins og síðustu árin. Boðið var upp á heitt kaffi, þorrasmakk, flatkökur, hrökkkex og að sjálfsögðu var hefðbundinn morgunmatur, hafragrautur, lýsi og morgunkorn í boði fyrir þá sem það vildu.

Eins og alltaf var góð mæting og allir kátir og glaðir með daginn. Börnin höfðu í tilefni dagsins skreytt víkingahjálma og útbúið smá bóndadagsgjöf í tilefni dagsins sem pabbarnir tóku með sér heim eftir heimsóknina. Við þökkum öllum gestunum kærlega fyrir heimsóknina í dag.

© 2016 - 2024 Karellen