Karellen
news

Seyla fór í göngutúr

01. 07. 2022

Nú á dögunum fóru Seylu börn í göngutúr með kennurum. Ákveðið var að fara á rólóvöllinn við Vesturtún. Tvær tvíburakerrur voru teknar með fyrir þau sem myndu ekki alveg geta gengið alla leið.

Allir voru ótrúlega duglegir og var mikið gaman á leikvellinum. Alsæl fóru þau svo aftur heim til að fá sér eitthvað gott í gogginn fyrir síestuna sína.


© 2016 - 2022 Karellen