Karellen
news

Söngstund með Stuðsveitinni Fjör

24. 11. 2023

Föstudagsmorguninn 24. nóvember hittust börn og starfsfólk í sal leikskólans þegar Stuðsveitin Fjör kíkti í heimsókn til okkar. Það er alltaf gaman þegar þeir félagar koma til að spila og syngja með okkur. Þessi hefðbundnu leikskólalög voru sungin eins og 5 litlir apar, Gulur, rauður, grænn og blár, Kalli litli könguló og fleiri skemmtileg lög sem við syngjum alla daga.

Börnin á Hliði fengu að koma með óskalag, en þau hafa verið að æfa sig að syngja lagið Vegbúinn, en einnig höfum við verið að æfa okkur að syngja lagið Mamma Mia með ABBA og Fjöllin hafa vakað síðan sveitin kom til okkar síðast. Það var mikið föstudagspartý í salnum þennan föstudag.

© 2016 - 2024 Karellen