Karellen
news

Sulludagur á sólardegi

02. 08. 2023

Veðurblíðan hefur heldur betur leikið við okkur síðustu vikurnar og því höfum við verið mikið úti að leika undanfarið, enda fátt skemmtilegra en að leika úti í góðu veðri.

Þriðjudaginn 1. ágúst var svo ákveðið að skrúfa frá krönum á útisvæðinu, draga fram brunaslöngurnar, henda sér í pollagalla og stígvél og sulla frá sér allt vit. Að morgni 1. ágúst leit út fyrir að yrði skýjað þann daginn svo að þá var nú kjörið að hafa sulludag, enda var upphafleg áætlun að grípa tækifærið á rigningardegi, en við gáfumst upp á biðinni og nýttum veðurblíðuna í staðinn, en viti menn sólin heiðraði okkur heldur betur með nærveru sinni.

Í útiskúrunum okkar leynist ýmislegt skemmtilegt sem vel má nota til að sulla með vatni. Má þar helst nefna hjólbörur, skóflur, fötur, könnur, sulluborð, bíla og margt fleira. Allt var þetta dregið fram og út undir bert loft.

Börnin nutu sín heldur betur í sólinni og mátti sjá gleðina skína úr augum barnanna. Eftir útiveru voru allir blautir frá toppi til táa en sáttir og sælir eftir góða, en blauta útiveru.

© 2016 - 2023 Karellen