Karellen
news

Sumarhátíð Holtakots

17. 05. 2023

Sumarhátíð leikskólans var haldin miðvikudaginn 17. maí í kjölfar útskriftarveislu elstu barnanna. Börnin tóku smá forskot á sæluna strax um morguninn, en foreldrafélag leikskólans leigði tvo hoppukastala fyrir börnin sem voru settir upp í garðinum að morgni dags og börnin fengu svo að prufukeyra kastalana áður en hátíðin hófst formlega eftir hádegið.

Hátíðin hófst svo kl. 14 á því að Leikhópurinn Lotta mætti til okkar með sýningu í boði foreldrafélagsins. Búið var að setja upp nokkrar stöðvar í Garðinum sem börnin gátu farið á, en hoppukastalarnir heilluðu mest. Boðið var upp á grillaðar pylsur og djús fyrir gesti og gangandi.

Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir þennan dag eins og svo oft áður á sumarhátíðinni hjá okkur, en þeir ákváðu að skrúfa fyrir rigninguna rétt á meðan við skemmtum okkur saman. Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir okkur og þökkum öllum þeim sem sáu sér fært að eyða deginum með okkur fyrir komuna.

© 2016 - 2024 Karellen