Karellen
news

Þorrablót á bóndadegi

21. 01. 2022

Föstdaginn 21. janúar, bóndadagurinn og Þorrinn er hafinn. Á Holtakoti héldum við að sjálfsögðu upp á daginn þó að við höfum ekki geta boðið í pabba og afakaffi eins og hefðin hefur verið undanfarin ár.

Á öllum deildum voru börnin búin að útbúa víkingahjálma eða víkíngakórónur sem þau máluðu, þó að mótið væri það sama hjá öllum var engin deild með eins. Sumir skreyttu með ull á meðan á öðrum voru nöfn barnanna skrifuð með rúnum. Margir mættu í leikskólann í fallegum lopapeysum, bæði börnin og starfsfólkið.

Börnin á Hliði og Tröð hittust í salnum og sungu saman nokkur þorralög í tilefni dagsins, en á yngri deildum voru þorralögin sungin í samverustund fyrir hádegismat inni á deildum.

Í hádeginu var svo boðið upp á þorramat, að sjálfsögðu. Þar mátti sjá Slátur, harðfisk, sviðasultu, svið, flatkökur, hangikjöt, harðfisk, rófustöppu og kartöflumús. Einnig var börnunum boðið að smakka hákarl og súrsaða hrútspunga við misgóðar undirtektir.

© 2016 - 2024 Karellen