Karellen
news

Þriðji sunnudagur í aðventu

10. 12. 2021

 • Við kveikjum einu kerti á.
 • Hans koma nálgast fer,
 • sem fyrstu jól í jötu lá
 • og Jesúbarnið er.
 • Við kveikjum tveimur kertum á
 • og komu bíðum hans,
 • því Drottinn sjálfur soninn þá
 • mun senda' í líking manns.
 • Við kveikjum þremur kertum á,
 • því konungs beðið er,
 • þótt Jesús sjálfur jötu og strá
 • á jólum kysi sér.

Þetta sungu börnin þegar þau hittust í salnum í dag til þess að kveikja á aðventukransinum okkar. Börnin hafa hisst í sal leikskólans síðustu þrjá föstudaga, sungið saman og kveikt á aðventukertunum til þess að telja niður sunnudagana fram að jólum. Fyrsta kertið ber nafnið Spádómskerti, annað kertið er Betlehemskerti og það þriðja, sem kveikt var á í dag heitir Hirðakerti.

© 2016 - 2022 Karellen