Karellen
news

Tröð fór í fjöruferð

01. 07. 2022

Það er margt hægt að gera þegar sólin hækkar á lofti.

Nú á dögunum fór Tröð í könnunarleiðangur í fjöruna hér á Álftanesi. Skóflur og fötur voru teknar með svo hægt væri að grafa eftir allskonar gulli.

Að sjálfsögðu var dýralífið kannað til hins ýtrasta og voru forvitinir grallarar sem treystu sér til að skoða meira. Mikið brallað og aðeins reynt á hversu langt var hægt að fara í fjöruna án þess að blotna.

Hressir og glaðir krakkar héldu svo heim á leið í hádegis hressingu.


© 2016 - 2023 Karellen