Karellen
news

Útivera í snjónum

24. 11. 2023

Við elskum útiveru og börnin enn meira. Það er fátt skemmtilegra en að skella sér út að leika, tala nú ekki um þegar fyrsti snjórinn mætir á svæðið þá er enn skemmtilegra að fara út að leika.

Eftir hressilega og skemmtilega samverustund í salnum í morgun, föstudaginn 24. nóvember, skelltu börnin á Tröð sér út í vetrarkuldann og snjóinn að leika og þar var gleðin heldur betur við völd. Stundum er nóg að fara bara út að renna sér í rennibrautinni eða velta sér í snjónum og þá eru önnur leikföng óþörf enda eru börnin einstakir snillingar við að skemmta sér og leika. Ef maður er vel klæddur og duglegur að hreyfa sig þá finnur maður bara ekki fyrir kulda.

© 2016 - 2024 Karellen