Karellen
news

Útskrift skólahóps og sumarhátíð

23. 05. 2022

Föstudaginn 20 maí voru 15 flottir krakkar í skólahóp útskrifuð formlega úr leikskólanum. Athöfnin var yndisleg og börnin stóðu sig með stakri prýði. Þau sungu nokkur lög fyrir foreldra sína og mátti sjá ryk í augum foreldra og kennara. Krakkarnir fengu svo útskriftaskírteinin sín ásamt viðurkenningu og rós.

Foreldrafélagið afhenti svo leikskólanum pakka sem við þökkum kærlega fyrir.


strax að lokinni útskrift var blásið til sumarhátíðar fyrir öll börnin á leikskólanum ásamt foreldrum þeirra. Leikhópurinn Lotta kom og skemmti ungum sem öldnum. Grillið var drifið út og pylsur grillaðar fyrir alla sem komu á hátíðina.

Við vorum afskaplega heppin með veðrið en það var sól og nokkuð hlýr vindur. Það var ekki fyrr en fólk var að fara heim sem nokkrir rigningadropar birtust.


Þetta var vel heppnaður dagur með börnum og foreldrum.

© 2016 - 2023 Karellen