Uppbyggingarstefnan


Við hér á Holtakot vinnum eftir uppbyggingarstefnuni en hún byggist á hugmyndafræði Diane Gossen frá Kanada en mikið hefur verið unnið með þetta í Bandaríkjunum og víðar. Hér á landi hefur verið unnið eftir þessari aðferð í nokkur ár.

Stefnan gengur út á það að byggja upp sterka sjálfsmynd barna með því að börnin læri að uppfylla þarfir sínar án þess að brjóta á öðrum. En uppbyggingastefnan telur að öll höfum við fimm grunnþarfir og til þess að okkur líði vel þurfum við að uppfylla þær. Börnin læra einnig að það sé í lagi að gera mistök og hvernig við getum bætt fyrir þau.

Uppbyggingarstefnan þjálfar börnin í að vera það sem þau vilja vera en ekki bara að geðjast öðrum. Meginmarkmiðið með henni er að kenna börnum og unglingum sjálfsstjórn og sjálfsaga, taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum og læra af mistökum í samskiptum.

Á leikskólastiginu ræðum við orð eins virðing-samskipti-ást-umhyggja við börnin. Fullorðnir einstaklingar munu tileinka sér vinnubrögð sem samræmist þeim anda sem uppbyggingarstefnan boðar. Og hægt og rólega reynum við að kenna börnunum þessar aðferðir.

Samkvæmt Uppbyggingarstefnunni hafa allir þörf fyrir:

Grunnþarfirnar fimm

Umhyggja

Frelsi

Gleði

Öryggi

Áhrif

Hér er hægt að skoða síður með efni um uppbyggingarstefnuna:

Meira um Uppeldi til ábyrgðar

William Glasser institute-US

Að kenna með heilann í huga

Alfie Kohn© 2016 - 2021 Karellen