Karellen
news

Slökkviliðið í heimsókn

22. 04. 2024

Mánudaginn 15. apríl fór skólahópurinn á Holtakoti og hitti skólahópinn á Krakkakoti. Ástæða heimsóknarinnar var sú að slökkviliðið kom með sína árlegu fræðslu fyrir skólahópsbörnin á því mikilvæga starfi sem slökkviliðið sinnir og til að fræða þau, og fjölskyldur þeirra, um eldvarnir.

Slökkviliðsmenn hafa Loga og Glóð sér til halds og trausts í þessum heimsóknum, en þau eru aðstoðarmenn slökkviliðsins í þessu verkefni. Verkefnið hefur verið starfrækt síðan vorið 2007 og eru allir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu heimsóttir.

Börnin fengu að kynningu á búnaði slökkviliðsins og fannst þetta allt saman mjög áhugavert.

Að lokum fengu börnin svo að skoða slökkviliðsbílinn sem var mjög spennandi.


© 2016 - 2024 Karellen