Karellen
news

Blár dagur á Holtakoti

09. 04. 2021

Í tilefni af vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL sem er nú haldið í áttunda sinn, eru börn og fullorðnir hvattir til að klæðast bláu föstudaginn 9. apríl til að sýna einhverfum stuðning og samtöðu. Börn og starfsfólk á Holtakoti tók að sjálfsögðu þátt í deginum með því að klæðast einhverju bláu þennan dag.

Blár apríl, styrktarfélag barna með einhverfu var stofnað árið 2013 en félagið safnar fé allt árið sem rennur óskert til styrktar málefnum sem hafa bein árhif á börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra. Á hverju ári heldur félagið upp á Bláa daginn samhliða alþjóðlegum degi einhverfu sem er 2. apríl, en í ár kom dagurinn upp á föstudaginn langa og því var varð 9. apríl fyrir valinu til þess að halda upp á þennan dag og fagna þeim fjölbreytileika sem einhverfan er.

Á vefsíðu Blár apríl er hægt að fá fleiri upplýsingar um átakið, nálgast fræðsluefni um einhverfu og fleira. Einhverfusamtökin eru einnig með heimasíðu sem hefur að geyma heilan helling af fróðleik um einhverfu.

© 2016 - 2024 Karellen