Karellen
news

Deildarstjóri og leikskólakennari óskast

09. 11. 2021

Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir deildastjóra í 100% starfshlutfall.

Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir "Uppeldi til ábyrgðar". Auk þess að vinnum við út frá Leikur að læra þar sem áherslan er á bóklegt nám í gengum leik.

Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf.

Stefna leikskólans í starfsmannahaldi er að í skólanum starfi uppeldismenntaðir starfsmenn af báðum kynjum. Heimasíða leikskólans http://www.holtakot.is/

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur með og undir stjórn leikskólastjóra
  • Er hluti af stjórnunarteymi leikskólans
  • Ber ábyrgð á stjórnun og skipulagningu starfsins á deildinni
  • Sér um foreldrasamstarf á deildinni
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra

Menntun, hæfni og reynsla:

  • Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
  • Reynsla af starfi á leikskólastigi
  • Góð íslenskukunnátta og ritfærni er skilyrði
  • Góð samskiptahæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð tölvukunnátta
  • Helstu verkefni:
  • Vinnur með og undir stjórn deildarstjóra
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara

Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir leikskólakennara í 100% starfshlutfall

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
  • Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Góð samskiptahæfni
  • Sjálfstæði, sveigjanleiki, frumkvæði og góð samskiptahæfni
  • Vera tilbúinn að fylgja stefnu skólans, að vinna með öðrum og um leið búa yfir frumkvæði og getu til að vinna sjálfstætt

Nánari upplýsingar um starfið veita Ragnhildur Skúladóttir leikskólastjóri í síma 5502381 / 8215018 eða með því að senda fyrirspurn á ragnhildursk@holtakot.is.is .

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélags.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.

*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.

Um er að ræða 100% starfshlutfall og er staðan laus frá 1.desember 2021 eða eftir samkomulagi

Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2021.

© 2016 - 2024 Karellen