Karellen
news

Fiskabúr á Seylu

18. 12. 2020

Það er ávalt líf og fjör á Seylu hjá litlu krílunum. Börnin sem byrjuðu á deildinni í byrjun desember eru enn að aðlagast og hefur gengið misvel hjá þessum litlu snúðum. Þau hafa öll fengið að gera smá jólaföndur og jólagjöf fyrir mömmu og pabba.

Í morgun, föstudaginn 18. des, setti starfsfólkið á Seylu skjávarpann í gang og vörpuðu stóru fiskabúri á vegginn inni í púðaherbergi með slökunartónlist í bakgrunni sem vakti mikla lukku hjá börnunum. Þeim þótti mjög gaman að fylgjast með fiskunum synda á veggnum og gerðu margar tilraunir til þess að reyna að fanga fiskana sem syntu fram og til baka. Gaman er að segja frá því að eldri börnin sem voru í útiveru á svæðinu fyrir utan Seylu höfðu ekki síður gaman af því að fylgjast með fiskabúrinu og kepptust um að raða sér upp fyrir utan gluggann á púðaherberginu til þess að sjá inn.

Fleira var nú brallað með litlu krílunum í morgun en í bland við leikföngin var sett dýna á gólfið sem börnin léku sér að ganga og skríða yfir og draga fram göngin sem þau höfðu unun af að skríða í gegn og setjast inn í miðjum göngunum og frammi var búið að setja tjald yfir eitt borðið sem börnin gátu skriðið undir og skemmtu sér konunglega.

© 2016 - 2024 Karellen