news

Fyrirlestur um Jákvæð samskipti á starfsdegi

21. 02. 2020

Föstudaginn 21. febrúar var starfsdagur í leikskólum Garðabæjar. Starfsfólk Holtakots og Krakkakots tók sig saman og fengu fyrirlesarann Pálmar Ragnarsson í heimsókn til sín þar sem hann var með frábæran fyrirlestur um jákvæð samskipti í leik og starfi. Starfsfólk beggja leikskóla var mjög ánægt með fyrirlesturinn og fara allir jákvæðir og glaðir inn í helgina. Að fyrirlestrinum loknum var sameiginlegt morgunkaffi áður en haldið var áfram með starfsdaginn á þessum föstudegi.

© 2016 - 2020 Karellen