news

Hreyfing í útiveru

15. 10. 2020

Þar sem að við höfum þurft að skipta leikskólanum í tvö sóttvarnarhólf, eldri og yngri bæði börn og starfsfólk getum við ekki nýtt salinn eins og vanalega undir hreyfingu. En við deyjum ekki ráðalaus og færum þá bara hreyfinguna annað hvort út þegar veður leyfir, eða inn á deildar.

Eldri deildarnar fóru í vikunni í tvo göngutúra, í annarri gönguferðinni fóru þau í útileiki með Hildi og hin gönguferðin var hefðbundin gönguferð. Svo er auðvitað farið í útiveru í leikskólagarðinum á hverjum degi eins og vanalega.

Á yngri deildunum hafa börnin fengið lánaða nokkra hluti úr salnum og voru með hreyfingu inni á deild með dýnum, boltum, hringjum og fleiru skemmtilegu. Svo hafa þau verið dugleg að fara út í gönguferðir og eru alltaf að æfa sig að fara lengra og lengra í hvert skipti.

© 2016 - 2020 Karellen