Karellen
news

Kveikt á jólatrjánum við Bessastaði

06. 12. 2023

Á hverju ári þegar jólaljósin eru tendruð á jólatrjánum við Bessastaði er elstu börnum leikskólanna og yngstu börnum grunnskólans á Álftanesi boðið í heimsókn til að vera viðstödd athöfnina miðvikudaginn 6. desember.

Í ár voru það börnin okkar sem eru fædd árið 2018 og 2019 sem fengu að taka þátt í þessari skemmtilegu hefð. Farið var afstað kl. 8.50 með rútu, allir vel klæddir í kuldagalla, með húfu og vettlinga því það var jú ansi kalt í veðri svona snemma morguns í desember.

Forsetahjónin tóku vel á móti barnaskaranum þar sem sungin voru nokkur jólalög og kveikt á jólatrjánum undir harmonikkuspili. Að því loknu fengu börnin heitt kakó og piparkökur áður en þau héldu til baka í leikskólann.


© 2016 - 2024 Karellen