news

Sól og sumarylur

30. 07. 2021

Veðrið er sko heldur betur búið að leika við okkur þessa vikuna enda erum við búin að vera úti að leika alla vikuna.

Á mánudag fóru börnin á yngri deildunum í gönguferð að hoppubelgnum og léku sér þar fyrir hádegismatinn í góðu stuði á meðan börnin á stóru deildunum drógu fram hjólin og hjóluðu um í leikskólagarðinum.

Á miðvikudag mættu börnin á eldri deildunum mjög spennt í leikskólann með sundföt í poka tilbúin til að skella sér í heitapottinn og hundrað ferðir í rennibrautina í Álftaneslauginni, enda var veðrið fullkomið til þess að fara í sund.

Eftir sundið fengu þau sér gönguferð í góða veðrinu á leikvöllinn fyrir aftan leikskólann þar sem þau léku sér fram að hádegismat.

Yngri börnin fengu vatn í box og brúsa til að sulla og pensla til að mála með vatninu sem var heldur betur skemmtilegt.

Á fimmtudag hélt sólin áfram að skína og eldri börnin skelltu sér á rólóinn hjá Bjarnastöðum að leika sér.

Þau fengu með sér ávaxtabita í poka sem þau gæddu sér svo á þegar komið var á áfangastað, enda getur maður nú alveg orðið svangur þegar maður fer í svona gönguferð.

Litlu krílin fengu sparkbílana með sér út á litla svæðið hjá Seylu og gátu keyrt þar um eins og þeim listi og svo var bílamottan sett út á tún ásamt bílabrautinni og litlu leikfangabílunum og þá var nú aldeilis hægt að leika úti í sólinni.

© 2016 - 2021 Karellen