Karellen
news

Þorrablót

28. 01. 2021

Föstudaginn 22. janúar hófst Þorrinn formlega með Bóndadeginum. Á Holtakoti hefur skapast sú hefð að bjóða feðrum og öfum í bóndadagskaffi á þessum degi en vegna fjöldatakmarkana og ástandsins í þjóðfélaginu urðum við að brjóta út af vananum en héldum þess í stað þorrablót fyrir börnin í hádeginu.

Börnin voru búin að útbúa víkingakórónur og margir mættu í leikskólann í fallegum prjónapeysum í tilefni dagsins. Í hádeginu var boðið upp á hangikjöt, slátur, sviðasultu, svið, harðfisk, flatkökur, kartöflumús og rófustöppu.

© 2016 - 2024 Karellen