Karellen

Uppákomudagar á Holtakoti

Janúar

Vasaljósa- og náttfatadagur: - Börnin koma með vasaljós að heiman og fá að leika með þau í myrkrinu úti og/eða inni.

Bóndadagskaffi - Feðrum og öfum er boðið í bóndadagskaffi á bóndadaginn, börnin útbúa víkingahjálma/kórónur.

Febrúar

Dagur leikskólans 6. febrúar - degi leikskólans er fagnað með mismunandi hætti.

Mömmu- og ömmu kaffi - mæðrum og ömmum er boðið í konudagskaffi í tengslum við konudaginn.

Bolludagur - haldið er upp á bolludaginn með fiskibollum í hádeginu og rjómabollum í kaffitímanum.

Sprengidagur - haldið er upp á sprengidaginn með því að bjóða upp á saltkjöt og baunir í hádegismat.

Öskudagur - börnin mæta í búningum eða náttfötum og haldið er öskudagsball í sal leikskólans þar sem kötturinn er sleginn úr tunnunni og boðið er upp á regnbogaskyr og regnbogabrauð í hádegismat.

Mars

Páskaveisla, gulur og grænn dagur - allir mæta í einhverju gulu og/eða grænu og boðið er upp á páskalamb í hádegismat.

Mottumars - Allir eru hvattir til að mæta í röndóttum sokkum.

Alþjóðlegur dagur Down syndrome - allir eru hvattir til að mæta í mislitum sokkum.

Apríl

Afmæli leikskólans 28. apríl - Haldið er upp á afmæli leikskólans með mismunandi hætti ár hvert. Þegar leikskólinn á stór afmæli er foreldrum og öðrum aðstandendum boðið á opið hús.

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar, blár dagur - allir eru hvattir til að klæðast einhverju bláu.

Listadagar í Garðabæ - Annað hvert ár eru listadagar í leik-, og grunnskólum Garðabæjar. Börnin útbúa listaverk í tengslum við listadaga þema og á opnu húsi er svo sýning á verkum barnanna. Þessi viðburður er auglýstur sérstaklega fyrir foreldra og er m.a. bæklingur sendur út á hvert heimili í Garðabæ.

Maí

Hjóladagur - börnin koma með hjólin sín í leikskólann og fá að hjóla í útiveru, leikskólalóðinni er skipt upp í svæði eftir deildum.

Útskriftarferð elstu barnanna - Lionsmenn bjóða elstu börnum leikskólans sem eru að klára síðasta árið sitt í leikskólanum í útskriftarferð sem þeir skipuleggja.

Úskrift elstu barnanna/sumarhátíð/opið hús - Elstu börnin eru formlega útskrifuð úr leikskólanum með hátíðlegri athöfn þar sem þau fá afhent útskriftarskjal og rós frá leikskólanum. Að athöfninni lokinni er sumarhátíð foreldrafélagsins þar sem foreldrum og öðrum aðstandendum er boðið að koma og taka þátt, oft er boðið upp á hoppukastala og leiksýningu ásamt grilluðum pylsum og djús. Á sama tíma er opið hús í leikskólanum.

Júní og júlí

Í júní og júlí er hefðbundið vetrarstarf komið í sumarfrí og þá er sett afstað sumarstarf sem er blanda af vettvangsferðum og spennandi verkefnum í útiveru í leikskólagarðinum.

Ágúst

Hjóladagur - börnin koma með hjólin sín í leikskólann og fá að hjóla í útiveru. Leikskólalóðinni er skipt upp í svæði eftir deildum.

September

Hefðbundið vetrarstarf hefst.

Október

Bleikur október - börn og starfsfólk er hvatt til að mæta í eða með eitthvað bleikt.

Alþjóðlegi bangsadagurinn - börnin mæta með uppáhalds bangsann sinn í leikskólann.

Búningadagur í tilefni af Halloween - Börnin mæta í búning í leikskólann.

Nóvember

Baráttudagur gegn einelti, blár dagur - allir eru hvattir til að klæðast einhverju bláu.

Opið hús, aðventukaffi, rauður dagur - foreldrum og öðrum aðstandendum er boðið að koma í aðventukaffi leikskólans. Einnig eru allir hvattir til að mæta í einhverju rauðu eða jólapeysu.

Desember

Jólaball - börn og starfsfólk hittist í sal leikskólans og dansa í kringum jólatréð, jólasveinarnir mæta í heimsókn og börnin fá glaðning áður en farið er aftur inn á deild. Í hádeginu er boðið upp á lambakjöt með öllu tilheyrandi.

Þorláksmessa, jólahúfu/jólapeysu dagur - Boðið er upp á skötu og saltfisk í hádegismat og allir eru hvattir til að mæta með jólahúfu og/eða í jólapeysu þennan dag.

© 2016 - 2024 Karellen