Karellen

Holtakot er 4 deilda leikskóli með tvær yngri deildar og tvær eldri deildar. Yngri deildarnar eru Seyla fyrir börn frá 12 mánaða og Mýri fyrir börn frá 2-3 ára og þær eldri eru Tröð og Hlið fyrir börn frá 4-5 ára.

Flest börn eru 1 til 2 vetur á sömu deild en í ágúst ár hvert flytjast þau börn sem um ræðir á milli deilda áður en ný börn byrja í aðlögun inn í leikskólann. Foreldrar eru upplýstir að vori áður en flutningur er fyrirhugaður, hvernig hann gengur fyrir sig og á hvaða deild barnið þeirra kemur til með flytjast og geta óskað eftir samtali við deildarstjóra á nýju deild barnsins.

Aðlögun á milli deilda er yfirleitt hópaðlögun þar sem börnin færast á sama tíma yfir á nýja deild en reynt er að láta starfsmann fylgja börnunum fyrstu dagana eftir flutning. Ef þörf er á fá börnin að fara í stuttar heimsóknir vikuna fyrir flutning til þess að kanna aðstæður, hitta starfsfólkið á nýju deildinni og börnin sem eru þar fyrir. Foreldrum er boðið upp á samtal í október við deildastjóra þegar barnið er búið að aðlagast nýju deildinni.

Daginn sem börnin flytja á milli deilda mæta þau í byrjun dags á gömlu deildina sína og fá aðstoð við að flytja fötin sín og kassann sinn yfir á nýju deildina í nýja hólfið sitt. Foreldrar sækja svo börnin sín á nýju deildina í lok leikskóladagsins.

© 2016 - 2024 Karellen