Karellen

Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um góða umhverfismennt og umhverfisstefnu í skólum.

Fánann fá skólar í kjölfar verkefna sem er ætlað að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Grænfáninn minnir okkur á hvað það er mikilvægt að hugsa um umhverfið okkar og náttúruna.

Grænfánauppeldi er uppeldi til meðvitundar um að lífið á jörðinni okkar er viðkvæmt og þarf á alúð, umhyggju og virðingu að halda. Hluti af því er að átta sig á mikilvægi þess að flokka og endurnýta rusl og afganga. Það vita krakkarnir á HOLTAKOTI og eru óspör að minna á það þegar heim er komið.

Fáninn er afhentur til tveggja ára í senn og í hvert sinn fylgir loforð um tiltekin markmið í umhverfismálum.

Grænfánaskýrslur

Grænfánaskýrsla 2010 - Endurvinnsla og flokkun

Grænfánaskýrsla 2012 - Lýðheilsa

Grænfánaskýrsla 2014 - Átthagar

Grænfánaskýrsla 2016 - Orka og vatn

Grænfánaskýrsla 2018 - Landslag og náttúruvernd


Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um Grænfánaverkefni Landverndar.



© 2016 - 2024 Karellen