Karellen


Að byrja í leikskóla

Þegar barn hefur fengið leikskólapláss á Heilsuleikskólanum Holtakoti, þarf að staðfesta plássið við leikskólastjóra. Foreldrar eru boðaðir á fund með deildarstjóra viðkomandi deildar og fá kynningu á helstu starfssemi leikskólans og á húsakynnum. Einnig fær deildarstjóri upplýsingar um hagi barnsins og foreldrar fá að vita hvernig aðlögun gengur fyrir sig. Síðan er farið til leikskólastjóra til að undirrita dvalarsamning barnsins.

Aðlögun.

Mikilvægt er að standa vel að aðlögun barns í leikskóla frá upphafi. Hvernig til tekst í byrjun getur haft áhrif á alla leikskólagöngu barnsins. Barnið þarf að aðlagast nýju umhverfi, kynnast börnum og fullorðnum sem fyrir eru, læra að vera í hóp, virða reglur o.fl. Leikskólakennari og foreldri ræða saman um tilhögun aðlögunarinnar. Á Holtakoti notum við svokallaða þátttökuaðlögun þar sem a.m.k. annað foreldri dvelur með barninu í þrjá daga á leikskólanum. Meðan á aðlögun stendur gefst foreldrum tækifæri til að kynnast starfsmönnum deildarinnar og því starfi sem fram fer í leikskólanum, einnig gefst foreldrum tækifæri til að kynnast innbyrgðis. Með því er lagður góður grunnur að ánægjulegri leikskóladvöl. Mikilvægt er að jákvæð samskipti skapist á milli foreldra og starfsmanna því það stuðlar að jákvæðum viðhorfum barnsins til leikskólans.

Hér er hægt að lesa móttökuáætlun Holtakots


Dvalarsamnningur

Í upphafi leikskólagöngu er gerður dvalarsamningur um dvöl barnsins í leikskólanum. Þar tilgreinir foreldri daglegan dvalartíma og ýmsar samþykktir sem þeir eru beðnir um að samþykkja eða hafna eftir eðli máls eins og hvort taka megi myndir af barni í leik og starfi og eða að fara með barnið í almenningsvagna o.s.frv.

Foreldrar eru beðnir um að virða þann tíma sem þeir hafa tilgreint í dvalarsamningnum og samþykkt með undirskrift sinni.

Í skjalinu hér,samningur um leikskóladvöld má sjá eintak af dvalarsamningi milli foreldra og Garðabæjar um leikskóladvöl.

© 2016 - 2024 Karellen