Karellen


Ef einhverjar breytingar verða á aðstæðum barns og/eða fjölskyldu t.d. veikindi, fjarvera foreldra, dauðsfall náins ættingja eða annað sem hefur áhrif á líðan barnsins er nauðsynlegt að foreldrar láti starfsmenn viðkomandi deildar vita.

Einnig þurfa foreldrar að tilkynna leikskólanum ef breyting er á heimilisfangi, netfangi eða símanúmerum svo að foreldrar fái þær upplýsingar sem berast frá leikskólanum.

Foreldrar þurfa að tilkynna upphaf náms eða námslokum námsmanna ef foreldrar hafa verið í námi og breytta hjúskaparstöðu þar sem þessar aðstæður hafa áhrif á leikskólagjöld til lækkunar eða hækkunar. Foreldrar sem stunda viðurkennt nám þurfa að skila inn námsvottorði og einstæðir foreldrar þurfa að skila inn vottorði um staðfestingu á búsetuformi á Mínum Garðabæ á heimasíðu Garðabæjar.

© 2016 - 2024 Karellen