Karellen

Gjaldskrá leikskóla

Leikskólagjöldin eru greidd mánaðarlega og er sérstakt gjald í foreldrasjóð inni í gjöldunum. Greidd eru leikskólagjöld 11 mánuði á ári og er júlí mánuður ávallt gjaldfrír nema ef börnin eru að hætta og fara í grunnskóla.

Gjaldskrá leikskól Garðabæjar má finna hér

Systkinaafsláttur

Ef fleiri en eitt barn eru í dvöl á leikskóla, í tómstundaheimili eða hjá dagforeldrum eiga foreldrar rétt á systkinaafslætti fyrir eldra/elsta barnið. Foreldrar sem eiga tvö eða fleiri börn fá 50% afslátt af grunngjaldi fyrir barn umfram eitt og 75% af grunngjaldi fyrir hvert barn umfram tvö. Afsláttur er veittur af grunngjaldi, fullt verð er greitt fyrir fæði.

Sækja þarf um systkinaafslátt á Mínum Garðabæ. Athugið að endurnýja þarf umsókn um systkinaafslátt þegar elsta barn flyst frá dagforeldri á leikskóla eða frá leikskóla á tómstundaheimili grunnskóla.


© 2016 - 2024 Karellen