Karellen

Í lögum um leikskóla segir: „Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn fái að njóta fjölbreyttra uppeldiskosta“ (Lög um leikskóla nr. 90/2008). Í Aðalnámskrá leikskóla 2011 er læsi einn af grunnþáttunum en „læsi í leikskóla felur í sér þekkingu, leikni og hæfni barna til að lesa í umhverfi sitt og tjá upplifun sína, tilfinningar og skoðanir á fjölbreyttan hátt“. Leikskólanum ber að skapa aðstæður fyrir börn svo þau fái tækifæri til að eiga jákvæð og uppbyggileg samskipti. Möguleika á skapandi starfi í leik og af eigin reynslu. Vinna með ólíkan efnivið, kynnast tungumálinu, hlusta á sögur, ljóð, þulur og ævintýri. Þróa læsi og öðlast skilning á rituðu máli, deila skoðunum og hugmyndum. Kynnast eigin samfélagi og menningu og menningu annarra þjóða og nota ólíkar leiðir og tækni til að nálgast upplýsingar.

Hér er hægt að skoða Læsisstefnu Holtakots 2017

© 2016 - 2024 Karellen