Karellen


Fjarvistir og veikindi

Foreldrar eru beðnir um að tilkynna veikindi eða önnur forföll í gegnum Karellen appið eða í aðalnúmer leikskólans

550 2380. Foreldrar eru beðnir um að láta starfsfólk vita hvað hrjáir barnið ef um veikindi er að ræða svo hægt sé að skrá í heilsubók barnsins.

Leikskólinn er fyrir frísk börn og útivera er mikilvægur þáttur af leikskólastarfinu á öllum árstíðum. Ýmsar umgangspestir herja á leikskólabörn, sér í lagi fyrsta vetur leikskólagöngunnar, og mikilvægt er að þau fái að vera heima ef heilsa þeirra er ekki góð. Að vera í stórum hóp barna ef heilsan er slæm getur verið mjög erfitt fyrir barnið, einnig eru líkur á að barnið smiti önnur börn og kennara. Eftir veikindi er mikilvægt að halda barni hitalausu heima í einn til tvo daga áður en það kemur aftur í leikskólann.

Starfsfólk leikskólans eru meðvitaðir um að fyrir störfum hlaðna foreldra er oft togstreita á milli foreldrahlutverksins og starfsins/námsins, en réttur barnsins er tvímælalaust að vera heima í ró og næði á meðan veikindin ganga yfir.

Innivera eftir veikindi er að hámarki tveir dagar. Möguleiki er á styttri útiveru í þeim tilfellum sem það á við, þ.e. að barnið fari síðast út og komi fyrst inn. Ekki er boðið upp á inniveru barna til að koma í veg fyrir veikindi.

Lyfjagjafir

Lyf eru ekki gefin í leikskólanum nema læknir meti það svo að tímasetningar lyfjagjafar þurfi að koma inn á leikskólatíma barnsins eins og t.d. sýklalyf sem þarf að gefa 3x á dag. Þar er ekki átt við astma lyf eða önnur lyf sem eru barni lífsnauðsynleg.


© 2016 - 2024 Karellen