Karellen

Útivera og útbúnaður

Skólinn er vinnustaður barnanna og því mikilvægt að þau komi í þægilegum vinnufatnaði sem þolir hnjask og má óhreinkast. Þá er nauðsynlegt að merkja allan fatnað vel svo að allt skili sér til réttra eigenda.

Boðið er upp á útiveru daglega en gert er ráð fyrir að öll börn fari í það minnsta einu sinni á dag í útiveru, þegar veður leyfir. Fatnaður barna þarf því að vera í samræmi við veðurfar.

Á hverri deild eiga börn sérstakan kassa undir aukaföt og í því eiga að vera:

Auka nærföt

sokkar/sokkabuxur

peysa

buxur

Gott er að miða við að hafa tvö til þrjú sett af aukafötum í kassa barnsins, börnin geta blotnað í útiveru eða hellt niður á sig í matartíma t.d. svo það er mikilvægt að vera með föt til skiptanna.

Fyrir útiveru þurfa börnin að eiga:

Pollagalli / vindgalli / snjógalli

Stígvél / kuldaskór / strigaskór

Húfu, lambúshetta / buff / derhúfa

Ullarvettlingar / vatnsheldir vettlingar gott að hafa 2-3 pör

Hlý peysa / buxur / sokkar

Inniskó fyrir þá sem það kjósa

Á mánudögum er komið með allan fatnað fyrir vikuna og á föstudögum eru hólfin tæmd. Athugið að taska undir fatnað er tekin heim.


© 2016 - 2024 Karellen