Karellen

Velkomin á Seylu

Deildarnar á leikskólanum heita eftir staðháttum á Álftanesi og nöfnin þeirra raðast eftir því hvert þær snúa. Deildin okkar heitir Seyla, en Seyla er staðsett fyrir aftan Blikastíginn.

Á Seylu skólaárið 2023-2024 eru börn fædd árið 2022. Starfið á Seylu gengur að mestu út á frjálsa leikinn sem er rauði þráðurinn í gegnum starfið á leikskólanum.

Seyla opnar kl. 8.00 á morgnana en öll börn sem mæta fyrir kl. 8 í leikskólann hittast inni á Mýri áður en allir fara á sína deild. Morgunmaturinn er frá 8 - 9 og eftir morgunmat er frjáls leikur til 9.30 en þá er ávaxtastund. Að henni lokinni förum við út að leika, í verkefnavinnu eða hópastarf til kl. 11. Fyrir hádegismatinn fara svo allir á snyrtinguna og þvo sér um hendur og síðan er samverustund þar sem allir syngja saman, fara í vináttustund með bangsanum Blæ, tónlistarstund og margt fleira skemmtilegt. Hádegismatur er kl. 11.30. Eftir matinn fara allir í hvíld, leggjast á dýnuna sína með koddann sinn og teppið, sumir með snuddu og/eða bangsa. Hvíldin hjá okkur er til rúmlega tvö. Eftir hvíldina er frjáls leikur fram að nónhressingu sem er kl. 14.30 - 15.00. Eftir nónhressingu er farið út í góðu veðri en annars verið inni þar til börnin eru sótt. Ef börnin eru lengur en til kl. 16 fara þau yfir á Mýri þar sem yngstu börnin eru saman og kl. 16.30 koma svo eldri börnin af Hliði og Tröð sem eru til 17 í leikskólanum.


Allar deildar fara í gönguferð minnst einu sinni í viku og hreyfingu í salnum einu sinni í viku.

Foreldrafélagið býður upp á sex vikna dansnámskeið annað hvert ár sem endar á því að síðasti danstíminn er tekinn upp á myndband sem sýnt er á aðventukaffi og annað hvert ár upp á tónlistarnámskeið sem endar á því að síðasti tíminn er tekinn upp á myndband sem sýnt er á aðventukaffi.

© 2016 - 2024 Karellen